Einföldum og sjálfvirknivæðum
þinn rekstur



Öll fyrirtæki standa frammi fyrir stórkostlegum tækifærum til þess að einfalda og sjálfvirknivæða ferla með nýtingu á tækni og tólum sem eru í stöðugri þróun - þ.m.t. gervigreind.


Við vinnum náið með okkar samstarfsaðilum í því að skilgreina tækifærin sem þeir standa frammi fyrir ásamt því að raungera þau.

Sérsniðar lausnir eru framtíðin

Til að ná fram raunverulegri einföldun og sjálfvirknivæðingu þurfa fyrirtæki sérsniðnar lausnirnar að sínum rekstri, í stað þess þurfa að aðlaga ferla og vinnulag að stöðluðum kerfum.


Power Platform eru low-code tól frá Microsoft sem gera okkur kleift að þróa traustar lausnir fyrir síma, spjaldtölvu eða vefviðmót ódýrt og hratt. Notkun á þessum tólum er í flestum tilvikum innifalin í Microsoft-leyfum sem fyrirtæki eru að greiða fyrir núþegar.

Sjálfvirknivæðing sem einfaldar rekstur og eykur yfirsýn

Mörg fyrirtæki glíma við að koma boltanum af stað og stíga alvöru skref Í átt að sjálfvirknivæðingu ferla og verkefni. Tólin eru mörg og spurningarnar oft fleiri en svörin.

Við þróum sérsniðnar lausnir með miðlæga gagnavistun í ykkar umhverfi, sjálfvirka ferla og notendavæn viðmót sem veita stjórnendum og starfsfólki þá yfirsýn og það traust sem þarf til að koma boltanum af stað.

Power Apps

  • Virkni
  • Viðmót í vef, spjaldtölvu eða síma



Power BI

  • Greiningar
  • Skýrslur


Power Automate

  • Sjálfvirk flæði
  • Samþættingar við önnur kerfi


Dataverse / List

  • Gögn
  • Gagnavinnsla


Hvað er

Power Platform?

Power Platform eru low-code tól frá Microsoft sem gera okkur kleift að þróa sérsniðnar hugbúnaðarlausnir í síma, spjaldtölvu eða vefviðmóti - sem einfalda og sjálfvirknivæða þinn rekstur.

Með Power Apps smíðum við sérsniðin viðmót og virkni sem uppfylla þínar þarfir, hvort sem það er í síma, spjaldtölvu eða tölvu.

Power Automate er öflug ferlalausn sem getur t.d. séð um rafræn samþykktarferli, sjálfvirkar póstsendingar og flutt gögn á milli staða.

Power BI

Power BI er greiningartól sem draga saman allar þær upplýsingar sem fyrirtæki þurfa til þess að taka upplýstar ákvarðanir. 

Dataverse / List

Miðlæg gögn og örugg gagnavistun

Dataverse og List bjóða upp á einfaldan og öruggan grunn fyrir allar tegundir gagna. Gögnin eru geymd í Microsoft-umhverfinu og auðvelt er að tengja þau við Power Apps, Power Automate og Power BI.

Samstarf við  framsýn fyrirtæki  

Við trúum að rekstrarumhverfi fyrirtækja muni taka hraðari og róttækari breytingum á næstu árum en nokkru sinni fyrr. Framsýn fyrirtæki sem eru tilbúin til þess að taka alvöru skref  í átt að sjálfvirknivæðingu á handvirkum verkefnum og ferlum munu auka framlegð sína til muna og sigra samkeppnina.


Hjá Impact Solutions viljum byggja upp langtímasamstarf við slík fyrirtæki þar sem vinnum saman að því að nútímavæða starfssemi þeirra með snjallari lausnum - sem skila raunverulegum árangri.


Ferlið hefst yfirleitt á greiningu og kortlagningu tækifæra. Síðan hönnum við lausnir sem eru bæði tæknilega sterkar og notendavænar. Þegar hönnun er samþykkt tökum við næsta skref – þróum lausnina og setjum hana upp í umhverfi samstarfsaðilans.

Greining

Við byrjum á að greina ferla fyrirtækisins og finna hvar liggja tækifæri til einföldunar og sjálfvirkni. 

Hönnun

Við hönnum lausnir sem mæta ykkar þörfum,  með áherslu á tæknilega útfærslu og góða notendaupplifun. 

Þróun

Við þróum lausnirnar með Power Platform á skjótan og öruggan hátt. 

Uppsetning

Við setjum lausnina upp í ykkar umhverfi, tengjum hana við núverandi kerfi og tryggjum að teymið ykkar sé tilbúið að nýta hana til fulls. 

Eignarhald

Lausnirnar sem við þróum eru yfirleitt í eigu fyrirtækisins sjálfs. Fyrirtækið getur valið að sjá sjálft um rekstur og viðhald lausnanna, nýtt sér okkar aðstoð eða unnið með öðrum þjónustuaðilum eftir þörfum.

Verkefni sem skapa virði

Hér eru dæmi um verkefni þar sem við höfum unnið með samstarfsaðilum okkar. Ótrúlegur árangur hefur náðst með að einfalda og sjálfvirknivæða ýmsa ferla og verkefni með þessum lausnum.

Við þróuðum notendavænt starfsmannaapp sem sameinar helstu innri aðgerðir starfsmanna og veitir skýra yfirsýn, sjálfvirkar samþykktir og fleira á einum stað.

Skoða nánar

NOVA

Við þróuðum sérsniðna lausn fyrir spjaldtölvu (ásamt stjórnborði) sem heldur utan um ferla og dagleg verkefni kaffihúsa Te og Kaffi.


Skoða nánar

Te & kaffi

Við þróuðum verkstakastjórnunarkerfi sem einfaldar verkefnastjórnun og stýringu verktaka á öllum stigum framkvæmda.

Skoða nánar

Rio Tinto

Fróðleikur

Hér má finna ýmsan fróðleik og pælingar um hvernig fyrirtæki geta byggt upp skilvirkari, snjallari og arðbærari rekstur með sjálfvirkni, gervigreind og Power Platform – og hvaða áhrif þessi umbreyting getur haft á hlutverk, ferla og ákvörðunartöku.

25. nóvember 2025
Sjálfvirkni og gervigreind vekja bæði áhuga og óöryggi hjá mörgum stjórnendum. Flestir sem hafa prófað ChatGPT sjá strax tækifærin: hraðari vinna, minna álag, færri mistök og einfaldari dagur. En þegar kemur að því að innleiða slíka tækni á skipulegan hátt inn í reksturinn – þá festast mörg fyrirtæki.